Móttaka Eflingar lokuð

Í ljósi smitvarna vegna útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu verður móttaka Eflingar-stéttarfélags lokuð frá og með mánudeginum 10. ágúst þar til annað verður ákveðið. Eflingarfélögum er bent á að nýta sér rafræna þjónustu stéttarfélagsins. Sjá hér.Hægt er að panta viðtalstíma hjá starfsmönnum Eflingar í gegnum símanúmerið 510-7500 og efling@efling.is. Nýjustu upplýsingar um starfsemi skrifstofunnar verða birtar á heimasíðu og facebooksíðu stéttarfélagsins.