Select Page

Í ljósi fjölda Covid-19 smita hefur verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum fundi trúnaðarráðs Eflingar á Hótel Natura við Nauthólsveg í dag.

Athygli er vakin á því að innleggjum Drífu Snædal, forseta ASÍ, og Stefáns Ólafssonar, prófessors við HÍ og starfsmanns Eflingar, um endurnýjun kjarasamninga og stöðuna á vinnumarkaði verður streymt í gegnum facebooksíðu stéttarfélagsins kl. 18.

Eflingarfélagar eru hvattir til að fylgjast með útsendingunni enda um brýnt hagsmunamál stéttarfélagsins að ræða.

Fulltrúum í trúnaðarráði Eflingar munu berast frekari upplýsingar um fyrirkomulag seinnihluta fundarins um leið og upplýsingarnar liggja fyrir.

Efling harmar að þurfa að grípa til þessara ráðstafana en lítur svo á að óábyrgt sé að efna til fjölmenns fundar í ljósi upplýsinga um útbreiðslu faraldursins.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere