Trúnaðarráðsfundur Eflingar fellur niður – streymi á facebooksíðu

17. 09, 2020

Í ljósi fjölda Covid-19 smita hefur verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum fundi trúnaðarráðs Eflingar á Hótel Natura við Nauthólsveg í dag.Athygli er vakin á því að innleggjum Drífu Snædal, forseta ASÍ, og Stefáns Ólafssonar, prófessors við HÍ og starfsmanns Eflingar, um endurnýjun kjarasamninga og stöðuna á vinnumarkaði verður streymt í gegnum facebooksíðu stéttarfélagsins kl. 18.Eflingarfélagar eru hvattir til að fylgjast með útsendingunni enda um brýnt hagsmunamál stéttarfélagsins að ræða.Fulltrúum í trúnaðarráði Eflingar munu berast frekari upplýsingar um fyrirkomulag seinnihluta fundarins um leið og upplýsingarnar liggja fyrir.Efling harmar að þurfa að grípa til þessara ráðstafana en lítur svo á að óábyrgt sé að efna til fjölmenns fundar í ljósi upplýsinga um útbreiðslu faraldursins.