Ósæmileg atlaga

29. 09, 2020

Efling mun aldrei sætta sig ekki við svívirðilega aðför Samtaka atvinnulífsins að lægst launaða fólkinu á íslenskum vinnumarkaði. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, dregur fram þann kalda veruleika sem blasir við verkafólki, ekki síst þeim sem eru af erlendum uppruna, í grein á frettabladid.is.Ósæmileg atlagaUm mig fer kaldur hrollur. Aldrei hefði hvarflað að mér að atlaga yrði gerð að lægst launaða fólkinu á íslenskum vinnumarkaði í miðri Covid-19 kreppu. Í einfeldni minni grunaði mig ekki að atvinnurekendur myndu beita bellibrögðum til að ganga á bak orða sinna og svíkja verkalýðinn í landinu um verðskuldaða launahækkun. Forsendur Lífskjarasamninganna eru ekki flóknir. Samningsaðilar komu sér saman um að samningurinn myndi halda ef kaupmáttur héldi áfram að vaxa og vextir héldust lágir. Hvorugur samningsaðilanna hefur haldið því fram að þessar forsendur hafi brostið. Enginn vafi ætti því að leika á því að Lífskjarasamningurinn í heild sinni haldi.Samtök atvinnulífsins eru á öðru máli. Eitt þeirra loforða sem sem stjórnvöld veittu verkalýðshreyfingunni í tengslum við samninginn snérist um takmörkun á 40 ára verðtryggðum húsnæðislánum. Nú halda Samtök atvinnulífsins því fram að forsendur Lífskjarasamningsins hafi brostið af því að stjórnvöld hafi ekki efnt þetta loforð.Fáránleikinn blasir við. Samtök atvinnulífsins fóru ekki fram á þessi loforð. Þess vegna er það ekki þeirra heldur verkalýðshreyfingarinnar að skera úr um efndir. Höldum því líka til haga að frumvarp um 40 ára lánin er í smíðum og mun væntanlega hljóta brautargengi á Alþingi fljótlega. Verkalýðshreyfingin hefur upplýst um að hún sé sátt við þá meðhöndlun málsins. Áhrifafólk heldur því stundum fram á tyllidögum að íslenskt samfélag einkennist af jöfnuði. Sú hugmynd á ekkert skylt við kaldranalegan veruleika verka og láglaunafólks. Á meðan 10% þeirra sem kalla Ísland sitt heimaland  sýsla með 56% hreinnar eignar landsmanna lifir verkafólk á Íslandi við erfðar aðstæður. Ástandið á meðal verkafólks af erlendum uppruna er mjög slæmt. Við sem tilheyrum þeim hópi erum líklegri en verkafólk af íslenskum uppruna til að hafa missti vinnunna, búa við lakari kjör, standa straum af dýru leiguhúsnæði, vera fórnarlömb launaþjófnaðar og verða fyrir hvers kyns misnotkun á vinnumarkaði.Nú fara Samtök atvinnulífsins fremst í flokki í atlögu að þessum lægst launaða hópi í samfélaginu. Fyrirtækin í landinu eru hvött til að láta verkafólk  á íslenskum vinnumarkaði taka skellinn. Í kjölfarið barmar hið opinbera sér í þeirri von að geta slegist í hópinn og svipt sitt lægst launaða starfsfólkvoninni um mannsæmandi líf.Þessi atlaga er ekki sæmandi íslensku samfélagi. Þegar á móti blæs er ólíðandi að atlaga sé gerð að þeim sem höllustum fæti standa. Þvert á móti ætti ráðafólk af öllu tagi að sameinast um að standa vörð um verkafólk. Reynsla okkar og annarra þjóða sýnir með óyggjandi hætti að áhrifaríkustu aðgerðirnar til að komast út úr kreppu eru einmitt að tryggj að kjör vinnuaflsins skerðist ekki. Við höfum skapað hagvöxtinn með vinnu okkar og við munum ekki sætta okkur við að valdastétt þessa lands geri okkur að bera þyngstu byrðar kreppunnar. Aldrei nokkurn tímann.Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar – stéttarfélagsBirt á frettabladid.is 29.09.2020