Eflingarfélagar munu aldrei gefast upp!

25. 09, 2020

Stjórn Eflingar kom saman með stuttum fyrirvara í dag. Rætt var um stöðuna á vinnumarkaði. Algjör einhugur var meðal stjórnarmanna um að hækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei gefnar eftir. Stjórnarmenn mótmæltu klækjabrögðum SA við að svíkja út uppsögn samninga án forsendubrests. Atlögum SA að kjörum láglaunafólks var hafnað. Eflingarfélagar munu aldrei gefast upp!