Kall eftir tilnefningum þingfulltrúa Eflingar á 44. þing ASÍ

22. 09, 2020

Efling – stéttarfélag kallar eftir tilnefningum þingfulltrúa á 44. þing Alþýðusambands Íslands sem fram fer þann 21. október næstkomandi.Þingið fer með æðsta vald í málefnum Alþýðusambandsins. Þar fer fram kjör forseta og miðstjórnar auk þess sem lagabreytingar og ályktanir um stefnu Alþýðusambandsins eru teknar fyrir.Að þessu sinni verður þingið haldið rafrænt vegna kórónaveirufaraldursins. Verður nefndarstörfum og málefnavinnu frestað fram á vor. Dagskrá þingsins liggur fyrir og má sjá hana hér.Þingfulltrúar á þingum Alþýðusambandsins eru samtals 290 talsins og skiptast þeir milli landssambanda og aðildarfélaga í hlutfalli við fjölda félagsmanna. Efling á 53 fulltrúa á þinginu.Óskað er eftir að tilnefningar séu sendar á netfangið felagssvid@efling.is fyrir klukkan 12 á hádegi mánudaginn 28. september 2020. Allir fullgildir félagsmenn í Eflingu geta tilnefnt sjálfan sig eða annan fullgildan félagsmann. Eftirfarandi upplýsingar um hinn tilnefnda fulltrúa þurfa að koma fram í tölvupóstinum:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Netfang
  • Símanúmer

Nánar um þingið á vefsíðu ASÍ.