Kjarasamningur við Rótina undirritaður

28. 09, 2020

Í morgun skrifaði Efling undir kjarasamning við Rótina sem tekur til félagsmanna sem starfa í  Konukoti sem er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur. Rótin tekur við rekstri Konukots frá 1. október nk.Kjarasamningurinn tekur mið af kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg.