Ný orlofshús í Stóra Fljóti í Biskupstungum – opnað fyrir bókanir frá og með 4. sept. kl. 8:15

Nú eru fyrstu húsin tilbúin til útleigu í Stóra Fljóti við Reykholt í Biskupstungum.  Húsin munu verða til útleigu frá og með 10. September en opnað verður fyrir bókanir föstudaginn 4. sept. kl. 8:15 á bókunarvefnum. Einnig má bóka í gegnum síma 510 7500 eða senda fyrirspurn á orlof@efling.isÞað er afar ánægjulegt að sjá fyrstu húsin í þessari glæsilegu orlofsbyggð félagsins tilbúin til útleigu til félagsmanna. Þetta stóra verkefni hefur verið lengi í undirbúningi og er stærsta framkvæmd sem orlofssjóður Eflingar hefur ráðist í. Beðið hefur verið eftir þessari viðbót með eftirvæntingu þar sem eftirspurn félagsmanna eftir orlofshúsum er mjög mikil og þörf á fleiri húsum. Nú er fyrri áfanga lokið en framkvæmdir munu samt halda áfram á svæðinu a.m.k. út þetta ár, þar sem farið verður beint í seinni áfangann  við næstu sex hús. Samtals verða tólf hús í orlofshúsabyggðinni að verki loknu. Félagsmenn Eflingar mega vera stoltir af þessari nýju byggð og vonandi eiga margir eftir að eiga góðar stundir og njóta sem best orlofsdvalar á þessum frábæra stað.Sjá nánar hér