Fjárlögin: Styrkur til stóreignafólks

Þegar öllu máli skiptir að viðhalda kaupmætti láglauna- og millitekjuhópa til að komast upp úr kreppunni hampar ríkisstjórnin hátekjuhópum segir Stefán Ólafsson í beinskeyttri og afhjúpandi grein um inntak nýframlagðra fjárlaga. Hann bendir á að stóreignafólk komi mun betur út úr skattalækkunum ríkisstjórnarinnar heldur en lágtekjuhópar og vitnar í guðspjall ríka fólksins um að þeir sem hafi mest skuli fá meira.

Fjárlögin: Styrkur til stóreignafólks

Þess sér merki í fjár­lögum næsta árs að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fer með hús­bónda­valdið í fjár­mála­ráðu­neyt­in­u.Í miðri djúpri kreppu þegar ríkið býr við tekju­fall og þörf er fyrir aukin útgjöld til að verj­ast því að kreppan dýpki enn frekar þá skjóta sjálf­græð­is­menn flokks­ins auknum styrkjum til stór­eigna­fólks inn í fjár­lög næsta árs. Þetta kemur í fram­haldi af því að rík­is­stjórnin hefur lækkað veiði­gjöldin útvegs­manna um millj­arða.Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur lagt áherslu á að kaup­mætti almenn­ings, sér­stak­lega lægri og milli tekju­hópa, sé við­haldið til að styðja við inn­lenda eft­ir­spurn í gegnum krepp­una. Það er góð og vel reynd kreppu­hag­fræði í anda Key­nes.Í þeim fræðum er hins vegar varað við því að ekk­ert gagn er af því að styðja sér­stak­lega við stór­eigna- og hátekju­fólk í krepp­um. Slíkt skili sér ekki í auk­inni inn­lendri eft­ir­spurn, heldur gæti t.d. leitt til meiri flutn­ings fjár úr landi – sem gæti svo lækkað gengið og rýrt kaup­mátt almenn­ings í fram­hald­in­u.Skatta­lækkun til lág­tekju­fólks og milli tekju­hópa er gott og gilt kreppu­úr­ræði, en ekki skatta­lækkun til hæstu tekju­hópa.En í Sjálf­stæð­is­flokknum virð­ist sjálf­græð­is­stefnan skyn­sem­inni sterk­ari – það er græðgin. Útvegs­menn eru ekki sér­stak­lega þurf­andi, né einka­fjár­festar og hátekju­fólk sem heldur öllu sínu. Hins vegar eru örorku­líf­eyr­is­þega þurf­andi, enda hafa þeir dreg­ist aft­urúr launa­þró­un­inni í sam­fé­lag­inu á síð­ustu árum. Þeim er í nýju fjár­lög­unum ætlað að drag­ast enn frekar aft­ur­úr.Þá eru atvinnu­lausir að bera þyngstu byrðar krepp­unn­ar. Þó lengt sé í tíma­bil­inu á tekju­tengdum bótum úr 3 mán­uðum í 6 (sem er mik­il­væg krafa verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar) þá býr sívax­andi hópur lang­tíma atvinnu­lausra við örbirgð­ar­bætur (289.500 kr. á mán. fyrir skatt; 235.100 eftir skatt og frá­drátt). Þessum hópi er ekki ætluð nein létt­ing lífs­bar­átt­unnar í fjár­lög­un­um.Þó rík­is­stjórnin hafi að sumu leyti tekið til­lit til áherslna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í kreppu­úr­ræðum sín­um, meðal ann­ars með áherslum á að vernda störf og við­halda kaup­mætti, þá fer hún einnig illa afvega með því að auka fríð­indi stór­eigna­fólks.Annað dæmi um þetta er inn­leið­ing skatta­af­sláttar vegna hluta­bréfa­kaupa, sem einkum nýt­ist þeim efna­meiri. Þá er líka horft fram­hjá því að almenn­ingur sem leidd­ist út í að setja tak­markað sparifé sitt í hluta­bréf á bólu­ár­unum tap­aði illa á því, bæði á kaupum í Decode og sér­stak­lega í bönk­unum þremur fyrir hrun.Skatta­lækkun til stór­eigna­fólks er meiri en til lág­tekju­fólksFjár­mála­ráð­herra upp­lýsir að um 14 millj­arðar muni renna til lækk­unar tekju­skatts, sem samið var um í Lífs­kjara­samn­ingn­um. En lækkun fjár­magnstekju­skatts nú mun nema 2,1 millj­arði.Þegar þess er gætt að lækkun tekju­skatts rennur til stórs hluta hluta almenn­ings, mik­ils fjölda, en stór­eigna­fólkið sem er með hæstu fjár­magnstekj­urnar er til­tölu­lega fámennur hóp­ur, þá má ljóst vera að stór­eigna­fólk mun fá mun hærri krónu­tölu í þess­ari lækkun fjár­magnstekju­skatts­ins en lág­launa­fólkið sem mest fær úr lækkun tekju­skatts­ins.Guð­spjall ríka fólks­ins er sem sagt enn í hávegum haft í Val­höll: „Þeir sem mest hafa skulu meira fá …“ (Matteus 25:29). Hinir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir taka svo und­ir.Þetta guð­spjall, sem nýfrjáls­hyggju­menn hafa gert að sínu og við­hald­ið, er sem sagt ekki enn alveg dautt í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, þó sífellt fleiri séu nú orðið búnir að átta sig á miklum mein­semdum þess.Með því að sleppa þessum óþörfu styrkjum til stór­eigna­fólks hefði mátt taka fastar á raun­veru­legum vanda sam­fé­lags­ins í krepp­unni.Stefán Ólafsson, pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagiBirt á kjarninn.is 7.10.2020