Fullur sigur í langri deilu um kjör starfsfólks á einkareknum skólum

23. 10, 2020

Samninganefnd Eflingar – stéttarfélags við Samtök sjálfstæðra skóla (SSSK) undirritaði í dag kjarasamning um kjör félagsmanna Eflingar hjá einkareknum leik- og grunnskólum á félagssvæði Eflingar.Í samningnum er kveðið á um að kjör félagsmanna taki mið af samningi Eflingar við Reykjavíkurborg líkt og Efling hefur frá upphafi viðræðna krafist. Engar af skerðingum sem SSSK höfðu lagt til í viðræðunum eru í samningnum.Með undirritun samningsins er þeirri kröfu Eflingar mætt að gerður sé fullgildur tvíhliða kjarasamningur um kjör umræddra félagsmanna, fremur en að einungis sé gefin út einhliða yfirlýsing af hálfu SSSK.Er því öllum kröfum Eflingar mætt en kjaradeila Eflingar og SSSK hefur staðið allt frá því samdist við Reykjavíkurborg þann 10. mars 2020. Efling vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í maí. Nálægt 300 félagsmenn Eflingar starfa hjá aðildarfyrirtækjum SSSK.„Ég fagna því að SSSK hafi loksins samþykkt þá sjálfsögðu kröfu að starfsfólk á einkareknum skólum vinni undir fullgildum tvíhliða kjarasamningi eins og aðrir á íslenskum vinnumarkaði. Það er alltaf ánægjulegt þegar fullur sigur í kjaraviðræðum næst með einbeittum vilja og samstöðu verkafólks,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.Samningurinn verður nú kynntur félagsmönnum en þeir þurfa að samþykkja hann í atkvæðagreiðslu áður en hann tekur gildi.Kjarasamingur SSSK og Eflingar