Jóna S Gestsdóttir kvödd og þökkuð vel unnin störf

Við fámenna athöfn í gær var Jóna S Gestsdóttir kvödd eftir farsælt starf hjá Eflingu. Henni voru þökkuð störf sín fyrir félagið og samstarfið í gegnum árin. Jóna starfaði sem þjónustufulltrúi á skrifstofu Eflingar í Hveragerði frá því að Verkalýðs- og Sjómannafélagið Boðinn og Efling – stéttarfélag sameinuðust í byrjun árs 2009 en hún hafði áður starfað hjá Boðanum um langt árabil. Jóna var mikil fagmanneskja og frábær vinnufélagi og færði Berglind Rós Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skrifstofu- og mannauðssviðs henni kveðjugjöf frá félaginu og starfsmannafélaginu.