Kall eftir tilnefningum til setu í trúnaðarráði Eflingar

27. 10, 2020

Efling – stéttarfélag kallar eftir tilnefningum til setu í trúnaðarráði félagsins 2021-2022.Allir fullgildir félagsmenn í Eflingu geta tilnefnt sjálfan sig eða annan fullgildan félagsmann. Uppstillingarnefnd félagsins tekur við tilnefningum og óskast þær sendar á netfangið felagssvid@efling.is eða í gegnum síma 510-7500 fyrir klukkan 12:00 á hádegi miðvikudaginn 4. nóvember 2020. Óskað er eftir að eftirfarandi upplýsingar komi fram í tilnefningu:

  • Nafn og kennitala
  • Sími og netfang
  • Vinnustaður og/eða starfsgrein viðkomandi (ekki skilyrði)
  • Reynsla, þekking eða annað sem viðkomandi vill láta koma fram (ekki skilyrði)

Uppstillingarnefnd setur saman tillögu að lista nýs trúnaðarráðs. Verður við val á listann tekið tillit til reynslu en einnig þess að listinn endurspegli félagið í heild sinni með hliðsjón af atvinnugrein, aldri, kyni, uppruna og fleiri þáttum.Trúnaðarráðið hefur samkvæmt lögum Eflingar æðsta vald í málefnum félagsins. Kjörtímabil nýs trúnaðarráðs hefst 1. janúar 2021 og er tvö ár. Í trúnaðarráði sitja 115 félagsmenn ásamt 15 manna stjórn félagsins. Trúnaðarráð fundar að jafnaði mánaðarlega.