Lengri afgreiðslutími á miðvikudögum fellur niður tímabundið

20. 10, 2020

Athygli Eflingarfélaga er vakin á því að lengri opnunartími stéttarfélagsins fylgir opnun móttöku skrifstofunnar í Guðrúnartúni. Ekki verður því boðið upp á lengri opnunartíma á miðvikudögum á meðan móttakan verður lokuð vegna sóttvarna í tengslum við Covid-19.  Eflingarfélagar eru hvattir til að nýta sér rafrænar leiðir til samskipta við starfsmenn. Sjá hér. Við vonumst til að geta opnað fyrir afgreiðslu móttökunnar innan fárra vikna og þar með boðið upp á lengri afgreiðslutíma á miðvikudögum að nýju.