Opið bréf til félags- og barnamálaráðherra

13. 10, 2020

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar rituðu opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem þær fara fram á að hann efni gefið loforð um grípa til aðgerða til að uppræta þjófnað á launum verka- og láglaunafólks á Íslandi.Sæll Ásmundur Einar.Við undirritaðar sjáum okkur ekki annað fært en að reyna ná til þín með opnu bréfi. Ástæðan fyrir því er að við höfum miklar áhyggjur af því að þú ætlir ekki að uppfylla loforð sem gefið var við undirritun Lífkjarasamningsins vorið 2019. Loforðið var að grípa til aðgerða til að uppræta þjófnað á launum verka- og láglaunafólks á Íslandi. Í erfiðum kjaradeilum þann vetur var það eitt af okkar stærstu baráttumálum að loksins yrði gripið til aðgerða vegna þessa.Umfang vandans er gríðarlegt. Á hverju ári er hundruðum milljóna stolið af verkafólki. Frá árunum 2015 – 2019 var meira en einum milljarði stolið af félögum í Eflingu. Félagið sendir út mörg hundruð kröfur á hverju ári til að reyna að innheimta þýfið en innheimtan getur tekið mjög langan tíma. Á meðan ber manneskjan sem verður fyrir glæpnum kostnaðinn; getur ekki greitt reikninga eða húsaleigu. Meðalkrafan sem Efling sendir frá sér fyrir hönd félaga er næstum því 500.000 krónur. Slík upphæð skiptir verulega miklu máli í lífi láglaunafólks. Hér tölum við af reynslu en varaformaður Eflingar varð til dæmis fyrir launaþjófnaði í sínu fyrra starfi.Það kostar stjórnvöld og ríkissjóð bókstaflega ekkert að uppræta launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Þvert á móti mun það auka tekjur ríkissjóðs.Nú er meira en eitt og hálft ár liðið frá undirritun Lífskjarasamningsins. Þetta mál hefur verið á þínu borði allan þann tíma. En þér hefur ekki tekist að uppfylla loforðið, þrátt fyrir að hafa lofað því að lausn væri í sjónmáli á fundi með samninganefnd ASÍ þann 25. ágúst sl.Samtök atvinnulífsins hafa slegið skjaldborg um launaþjófnað og kannski er það skýringin. Varla ætlar þú að láta varðmenn launaþjófnaðar stjórna för? Þú hefur tækifæri til að sýna að þú getir sett þig í spor verkafólks,  til að sinna skyldu þinni sem ráðherra gagnvart vinnandi fólki og börnum þeirra. Ætlar þú að láta það tækifæri renna þér úr greipum?Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarAgnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður EflingarBirt í Fréttablaðinu 13.10.2020