Orlofshús Eflingar og Covid 19

23. 10, 2020

Efling hvetur félagsmenn í ljósi aðstæðna vegna covid 19 til að fara að tilmælum Almannavarna um að ferðast ekki á milli landshluta. Á meðan að þessi tilmæli eru í gildi gefst leigutökum orlofshúsa kostur á að afpanta þau fram á síðasta dag og fá leiguverð að fullu endurgreitt. Félagsmenn þurfa þá að senda póst á orlof@efling.is með upplýsingum um reikningsnúmer leigutaka ásamt nafni og kennitölu.Við minnum á að óheimilt er að nýta orlofshúsin til sóttkvíar og mikilvægi þess að þrífa vel húsin og sótthreinsa sameiginlega snertifleti eftir notkun.