Í Dropanum næstkomandi fimmtudag þann 15. október mun Alicja Natalia Wacowska, jógakennari, leiða okkur í gegnum það hvernig jóga getur stuðlað að bættu jafnvægi, auðveldað okkur að slaka á og eflt okkur á þeim tímum sem við lifum í dag. Alicja er jógakennari og einn af stofnandi Yoga Friends Pop Up.Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður viðburðurinn eingöngu í gegnum streymi á facebooksíðu stéttarfélagsins facebook.com/efling.is Viðburðurinn fer fram á ensku.Við vonumst svo til að geta opnað húsið aftur upp á fulla gátt áður en langt um líður. Ef þið hafið spurningar til fyrirlesara ekki hika við að skrifa þær í spjallið undir útsendingunni á fimmtudaginn.