Viltu líta framtíðina björtum augum?

Næsta fyrirlestri Dropans verður streymt þann 8. október kl. 10 en þá beinir Ásgeir Jónsson, ráðgjafi, sjónum sínum að því jákvæða og uppbyggilega í umhverfinu í fyrirlestri undir yfirskriftinni Heimur batnandi fer.Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður fyrirlesturinn eingöngu í gegnum streymi á facebooksíðu stéttarfélagsins facbook.com/efling.is Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og verður textaður á ensku.Við vonumst svo til að geta opnað húsið aftur upp á fulla gátt áður en langt um líður. Ef þið hafið spurningar til fyrirlesara ekki hika við að skrifa þær í spjallið undir útsendingunni á fimmtudaginn.