Select Page

Kjarasamningur Eflingar við Samtök sjálfstæðra skóla (SSSK) var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna með 98,9% greiddra atkvæða. Rafrænni atkvæðagreiðslu lauk þann 5. nóvember sl.

Samningur var undirritaður 23. október eftir langa og stranga baráttu við Samtök sjálfstæðra skóla en í upphafi vildu samtökin ekki mæta neinum kröfum Eflingar heldur þvert á móti skerða réttindi sem starfsfólk einkareknu skólanna hafði. Það er ánægjulegt að segja frá því að nú loks er kominn á fullgildur tvíhliða samningur þar sem öllum kröfum Eflingar var mætt og má það þakka einbeittum vilja og samstöðu verkafólks sem stóð í þessari baráttu.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere