Kjarasamningur Eflingar við Samtök sjálfstæðra skóla (SSSK) var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna með 98,9% greiddra atkvæða. Rafrænni atkvæðagreiðslu lauk þann 5. nóvember sl.Samningur var undirritaður 23. október eftir langa og stranga baráttu við Samtök sjálfstæðra skóla en í upphafi vildu samtökin ekki mæta neinum kröfum Eflingar heldur þvert á móti skerða réttindi sem starfsfólk einkareknu skólanna hafði. Það er ánægjulegt að segja frá því að nú loks er kominn á fullgildur tvíhliða samningur þar sem öllum kröfum Eflingar var mætt og má það þakka einbeittum vilja og samstöðu verkafólks sem stóð í þessari baráttu.