Select Page

Í  næsta Dropa 26. nóvember kl. 10.00 verður fjallað um hamingjuna í hversdeginum sem er ekki síður mikilvægt að minna okkur á á þeim tímum sem við lifum á í dag. Hrefna Hugósdóttir, hjúkrunarfræðingur ætlar að fjalla um hamingjuna og svara spurningum eins og hvað segja rannsóknir um fyrirbærið? Er hægt að auka hamingju? Hver eru fyrstu skrefin í átt að betri líðan? Það er gott að staldra við og sjá hvað í okkar daglega lífi eykur hamingju okkar og almenna vellíðan.

Hægt er að senda spurningar á Hrefnu með því að senda póst á efling@efling.is, setja athugasemdir á streymið eða senda spurningar á messenger/spjallið til Eflingar. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og verður textaður á íslensku.

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður viðburðurinn eingöngu í gegnum streymi á Facebooksíðu stéttarfélagsins.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere