Hamingja hversdagsins – Hvað eykur hamingju okkar?

24. 11, 2020

Í  næsta Dropa 26. nóvember kl. 10.00 verður fjallað um hamingjuna í hversdeginum sem er ekki síður mikilvægt að minna okkur á á þeim tímum sem við lifum á í dag. Hrefna Hugósdóttir, hjúkrunarfræðingur ætlar að fjalla um hamingjuna og svara spurningum eins og hvað segja rannsóknir um fyrirbærið? Er hægt að auka hamingju? Hver eru fyrstu skrefin í átt að betri líðan? Það er gott að staldra við og sjá hvað í okkar daglega lífi eykur hamingju okkar og almenna vellíðan.Hægt er að senda spurningar á Hrefnu með því að senda póst á efling@efling.is, setja athugasemdir á streymið eða senda spurningar á messenger/spjallið til Eflingar. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og verður textaður á íslensku.Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður viðburðurinn eingöngu í gegnum streymi á Facebooksíðu stéttarfélagsins.