Opinn fundur fulltrúaráðs Gildis

27. 11, 2020

Hver er samfélagsleg ábyrgð lífeyrissjóða eins og Gildis? Hvernig geta almennir sjóðsfélagar haft áhrif? Hvers vegna ættu þeir ekki að láta sér á sama standa?Fjárfestingastefna íslenskra lífeyrissjóða hefur verið í brennidepli, m.a. í tengslum við hlutafjárútboð Icelandair. Skemmst er að minnast áhugaverðrar umræðu um ábyrgð lífeyrissjóðanna á síðasta trúnaðarráðsfundi Eflingar.Nú gefast almennum Eflingarfélögum tækifæri til að kynna sér málefni Gildis á opnum fundi fulltrúaráðs sjóðsins þann 3. desember kl. 16.00. Á fundinum verður farið yfir málefni Gildis, fjárfestingar og almenna stöðu á þessum sérstöku tímum.Vakin er athygli á því að vegna tilmæla sóttvarnaryfirvalda er ekki hægt að halda hefðbundinn fund og verður hann því rafrænn að þessu sinni. Tryggt verður að einfalt verður að tengjast fundinum og senda fyrirspurnir á frummælendur. Rétt er þó að taka fram að slíkt fyrirkomulag leyfir aðeins skriflegar fyrirspurnir. Fundurinn fer fram á íslensku.Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundarins, þar á meðal tengill á streymið, verða birtar á heimasíðu sjóðsins viku fyrir fund.