Efling vekur athygli á að búið er að opna fyrir umsóknir um svokallað hlutdeildarlán. Hlutdeildarlán er úrræði sem er ætlað að hjálpa tekjuminni einstaklingum að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir ákveðnum tekjumörkum að komast aftur inn á fasteignamarkaðinn.Hlutdeildarlán er hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda til að styðja við Lífskjarasamningana. Allar frekari upplýsingar um hlutdeildarlán má finna á www.hlutdeildarlan.is