Sofum við nógu vel?

Næsta fyrirlestri Dropans verður streymt þann 12. nóvember kl. 10 en þá segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, okkur frá mikilvægi svefns og hvað ber að hafa í huga til að bæta svefn okkar. Þegar mikið mæðir á eins og er núna í samfélaginu er mikilvægt að huga vel að svefninum og mun Erla fræða okkur um hinar margvíslegu hliðar svefns.Hefurðu spurningu? Ekki hika við að senda spurningar fyrirfram á efling@efling.is eða í gegnum facebooksíðu Eflingar.Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður viðburðurinn eingöngu í gegnum streymi á facebooksíðu stéttarfélagsins. Viðburðurinn fer fram á íslensku en erindið mun síðar verða sett á facebook síðu félagsins með enskum texta.