Vald sjóðfélaga í íslenska lífeyrissjóðakerfinu á næsta trúnaðarráðsfundi Eflingar

Á næsta trúnaðarráðsfundi Eflingar sem haldinn verður þann 12. nóvember nk. mun Kristinn Már Ársælsson fjalla um vald sjóðfélaga.Vald sjóðfélaga í íslenska lífeyrissjóðakerfinuLífeyrissjóðir eiga stóran hlut og jafnvel meirihluta í mörgum af stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Verkafólk er þannig í reynd eigendur, í gegnum lífeyrissjóði sína, að fyrirtækjunum sem þau skipta við og vinna hjá. Hvaða völd og tækifæri hefur verkafólk til þess að knýja fram jákvæðar breytingar í gegnum þessa sameiginlegu sjóði? Hvaða áhrif hafa sjóðsfélagar á fjárfestingarstefnu og rekstur lífeyrissjóða?Varpað verður ljósi á þessar spurningar frá ýmsum sjónarhornum í erindi Kristins og að því búnu verður boðið upp á umræður í hópum.Um fyrirlesarann: Kristinn Már Ársælsson er að ljúka við doktorsnám í félagsfræði við Háskólann í Wisconsin-Madison í Bandaríkjunum. Hann rannsakar ógnir sem steðja að lýðræðinu sem og tilraunir til þess að styrkja það. Kristinn Már átti frumkvæði að því að stofna Lýðræðisfélagið Öldu árið 2010.