Verkakonur, kvennahreyfing og kapítalismi

11. 11, 2020

Efling-stéttarfélag stendur fyrir viðburði á Kynjaþingi þar sem rætt verður um kjör verkakvenna, kvennahreyfinguna á Íslandi og hlutverk hennar í baráttunni fyrir bættum kjörum verkakvenna í íslensku kapítalísku samfélagi.Um er að ræða netfund þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Jóna Sveinsdóttir ræstingakona, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur ræða saman um umfjöllunarefnið í fortíð og samtíð. Fríða Rós Valdimarsdóttir, teymisstjóri fræðslumála hjá Eflingu stýrir umræðum.Kynjaþing er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og grasrótarsamtökum.Fundurinn fer fram kl. 15.00, föstudaginn 13. nóvember og fer fram á íslensku.Smellið hér til að fylgjast með fundinum.