Jólabingó Eflingar

Efling býður félögum sínum í jólabingó í beinni útsendingu á facebooksíðu stéttarfélagsins miðvikudaginn 9. des kl. 19:00.

Til að ná í Bingóspjöld þarf að smella á þennan hlekk https://bingo.gamatic.com/efling/ en streymið/bingóið verður á facebooksíðu Eflingar.

Vegna sóttvarnartakmarkanna verður því miður ekki hægt að efna til jólaballs Eflingarfélaga í ár. Þess í stað verður boðið  upp á jólabingó með glæsilegum vinningum og skemmtun.Bingóstjóri verður engin önnur en Saga Garðarsdóttir leikari og uppstandari.Fyrsti vinningur er ekki af verri endanum, 100.000 kr. peningavinningur. Að auki verður spilað um 30 minni peninga- og gjafavinninga.Saga leiðir þátttakendur í gegnum leikinn hvort heldur þeir eru íslensku- eða enskumælandi af sinni alkunnu röggsemi og hnyttni. Þá mun Sólveig  Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kynna sérstakan aukavinning í beinni útsendingu.Eflingarfélagar eru hvattir til að láta bingóið ekki framhjá sér fara. Aðgengið er auðvelt, hlekkur mun birtast á heimasíðu og facebooksíðu Eflingar á miðvikudaginn og þið fylgið honum til að taka þátt. Hver má vera með 2 spjöld.Við mælum með því að fólk hafi tvo skjái við hendina, einn til að fylgjast með beinu streymi á youtube og hinn til að fylgjast með bingóspjaldinu sínu (leikurinn hentar flestum snjallsímum, spjaldtölvum og tölvum).Fylgist með á miðvikudag!*Bingóið er fyrir alla félaga í Eflingu stéttarfélagi, vinningar munu einungis verða gefnir út til félaga en fjölskyldumeðlimir mega gjarna aðstoða viðkomandi við leikinn og taka þátt í skemmtuninni.