Á trúnaðarráðsfundi Eflingar í kvöld heldur Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans erindi undir yfirskriftinni Þegar stjórnvöld velja sigurvegara. Erindið hefst um kl. 19.30 og verður streymt á Facebooksíðu Eflingar.Yfirstandandi kreppa hefur miklar samfélagslegar afleiðingar í för með sér. Stofnanir hins opinbera hafa verið virkjaðar til að bregðast við og veita aðstoð. Sú aðstoð hefur að stóru leyti farið í tvær áttir: Annars vegar til fyrirtækja í ferðaþjónustu og hins vegar til efnameiri heimila sem þurftu ekki á hjálp að halda. Eftir standa þeir hópar sem verða verst úti vegna ástandsins.Í erindi sínu mun Þórður Snær fara yfir sviðið og skýra hvernig opinber aðstoð endaði með þessum afleiðingum. Jafnframt verður leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hvers vegna fóru íslensk stjórnvöld þessa leið? Hverjar geta afleiðingarnar orðið? Hvaða aðrar leiðir hefði verið hægt að fara? Er of seint að breyta um stefnu?