Móttakan enn lokuð – Sími og tölvupóstur kemur í staðinn

14. 01, 2021

Móttaka Eflingar er enn lokuð vegna samkomutakmarkana en við sjáum okkur því miður ekki fært um að taka á móti fólki eins og er. Veitt verður besta mögulega þjónusta í gegnum síma og tölvupóst og eru félagsmenn hvattir til að notfæra sér þær samskiptaleiðir. Ekki verður hægt að taka á móti félagsmönnum í húsnæðinu og ekki verður hægt að skila gögnum nema í gegnum tölvupóst.Eina undantekningin frá þessu eru viðtöl við VIRK fulltrúa en reynt verður til hins ýtrasta að bjóða þau áfram með óbreyttum hætti.Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér..