Select Page

Steinunn Böðvarsdóttir hjá hagdeild VR hélt erindi um atvinnulýðræði á fjölmennum trúnaðarráðsfundi Eflingar í gær sem haldinn var í gegnum fjarfundabúnað. VR lét nýlega gera samantekt yfir hvernig atvinnulýðræði er háttað í löndum Evrópu þar sem kemur fram að birtingamynd atvinnulýðræðis í nágrannaríkjum okkar er víða viðameiri en hér á landi og felur meðal annars í sér rétt starfsfólks til að kjósa fulltrúa í stjórnir fyrirtækja. Í meirihluta landa EES hefur starfsfólk einhverja aðkomu að stjórnun fyrirtækis og/eða stofnunar með þessum hætti. Miklar umræður sköpuðust á fundinum um mögulegar leiðir á innleiðingu atvinnulýðræðis á vinnustöðum Eflingarfólks á íslenskum vinnumarkaði. 

Auk umfjöllunar um atvinnulýðræði, var rætt um nýtt frumvarp félags- og barnamálaráðherra til starfskjaralaga og lýstu fundargestir miklum vonbrigðum með frumvarpið, enda er þar ekki að finna orð um bótareglu eða févíti sem Efling hefur lagt grundvallaráherslu á til að hægt sé að tryggja afleiðingar fyrir launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Fundargestir voru sammála um að við þetta væri ekki unað og baráttunni yrði haldið áfram þar til fullur sigur næðist í þessu mikilvæga réttindamáli verka- og láglaunafólks.

Athugasedir Eflingar við frumvarp til starfskjaralaga í heild sinni

Frumvarp til starfskjaralaga

 

 

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere