Atvinnulýðræði umfjöllunarefni trúnaðarráðsfundar Eflingar í gærkvöldi.

12. 02, 2021

Steinunn Böðvarsdóttir hjá hagdeild VR hélt erindi um atvinnulýðræði á fjölmennum trúnaðarráðsfundi Eflingar í gær sem haldinn var í gegnum fjarfundabúnað. VR lét nýlega gera samantekt yfir hvernig atvinnulýðræði er háttað í löndum Evrópu þar sem kemur fram að birtingamynd atvinnulýðræðis í nágrannaríkjum okkar er víða viðameiri en hér á landi og felur meðal annars í sér rétt starfsfólks til að kjósa fulltrúa í stjórnir fyrirtækja. Í meirihluta landa EES hefur starfsfólk einhverja aðkomu að stjórnun fyrirtækis og/eða stofnunar með þessum hætti. Miklar umræður sköpuðust á fundinum um mögulegar leiðir á innleiðingu atvinnulýðræðis á vinnustöðum Eflingarfólks á íslenskum vinnumarkaði. Auk umfjöllunar um atvinnulýðræði, var rætt um nýtt frumvarp félags- og barnamálaráðherra til starfskjaralaga og lýstu fundargestir miklum vonbrigðum með frumvarpið, enda er þar ekki að finna orð um bótareglu eða févíti sem Efling hefur lagt grundvallaráherslu á til að hægt sé að tryggja afleiðingar fyrir launaþjófnað á íslenskum vinnumarkaði. Fundargestir voru sammála um að við þetta væri ekki unað og baráttunni yrði haldið áfram þar til fullur sigur næðist í þessu mikilvæga réttindamáli verka- og láglaunafólks.Athugasedir Eflingar við frumvarp til starfskjaralaga í heild sinni Frumvarp til starfskjaralaga