Heimilisofbeldi – hvað get ég gert?

15. 02, 2021

Í Dropanum 18. febrúar kl.10 mun Drífa Jónsdóttir hjá Kvennaathvarfinu fjalla um heimilisofbeldi og starfið í athvarfinu. Farið verður yfir hvað telst til heimilisofbeldis gegn konum og börnum og hvað er til ráða til að sporna við því. Drífa mun fara yfir ólíkar birtingamyndir heimilisofbeldis, hvaða úrræði stendur þolendum til boða og hvaða þjónusta er í boði hjá Kvennaathvarfinu. Erindinu verður streymt á Facebook síðu Eflingar og verður upptakan aðgengileg þar áfram. Dropinn fer fram á ensku með íslenskum texta.Dropinn er vikulegir fræðslufyrirlestrar fyrir félaga Eflingar og aðra áhugasaman. Viðburðirnir eru hugsað fyrir atvinnuleitendur og aðra sem eiga frí á fimmtudagsmorgnum kl. 10. Vegna ástandsins í samfélaginu verða viðburðirnir aðeins á netinu þar til skrifstofa Eflingar verður opnuð aftur.