Stofnanasamningur milli Eflingar og SFV undirritaður

11. 02, 2021

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SVF). Næ samningurinn til allra starfsmanna hjá SVF sem starfa á eftirtöldum dvalarheimilum: Dvalarheimilinu Ás, Eir, Grund, Hömrum hjúkrunarheimili, Hlíðabæ, Hrafnistu, Múlabæ, Mörk, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilinu, Skjól, Skógarbæ, Sóltúni, Sunnuhlíð (Vigdísarholt), Fríðuhúsi og Drafnarhúsi.Stofnanasamningurinn var endurnýjaður skv. bókun 4 í kjarasamningi frá 18. júní 2020 þar sem verið er að taka upp nýja launatöflu frá 1. janúar 2021 sem er mjög frábrugðin fyrri launatöflu. Bil á milli launaflokka er mun meira og inn koma þrep í töfluna sem voru ekki áður.Lágmarkshækkun 24.000 kr. Stofnanasamningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2021 og laun hækka frá og með þeim tíma skv. nýrri launatöflu. Hækka allir að lágmarki um 24.000 kr. og til að tryggja að svo sé fá starfsmenn vörpunarþrep ef þeir ná ekki þessu lágmarki sem þeir svo halda svo lengi sem þeir eru í sama starfi inna stofnunar.Við gerð stofnanasamnings voru aðilar sammála um að fella út úr stofnanasamningi launaflokka vegna vinnu að næturlagi en þeir sem eru með þessa launaflokka fá þá áfram í formi þrepa í launatöflu.Launaþrep vegna vinnu að næturlagi haldast inni hjá starfsmanni á meðan hann starfar óslitið hjá viðkomandi aðildarfélagi SFV en falla niður ef starfsmaður A eða B flyst í starf sem félagsliði.Launaþrepin falla ekki niður við hækkanir vegna starfsaldurs, menntunar og ábyrgðar.Hér má skoða nýjan stofnanasamning.