Breytingar á styrkjakerfi sjúkrasjóðs

Frá og með 1. mars verða gerðar breytingar á styrkjakerfi sjúkrasjóðs. Þessar breytingar eru gerðar til einföldunar og hagræðingar.Nýr styrkur verður til sem kallast Forvarnarstyrkur og mun nema allt að 100% af kostnaði að hámarki 20.000,-. Undir hann munu falla eftirfarandi styrktegundir:

  • Krabbameinsskoðun – Grunn
  • Krabbameinsskoðun – Framhad
  • Áhættumat
  • Svefngrímur
  • Göngugreining
  • Greining lesblindu

Styrkur vegna viðtalsmeðferðar hjá SÁÁ fellur undir hefðbundna viðtalsmeðferðarstyrkinn.Styrkur vegna reykleysisnámskeiðs fellur niður.Allir styrkir verða skráðir á umsóknar dagsetningu en voru áður skráðir á dagsetningu reiknings.