Dropinn – Hlutabætur og ráðningarstyrkir

Á næsta Dropa þann 11. mars kl. 10.00 verður hagnýt umfjöllun fyrir einstaklinga sem hafa um lengri eða skemmri tíma fengið hlutabætur frá Vinnumálastofnun samhliða skertu starfshlutfalli. Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ mun fjalla um málið og jafnframt fara yfir hvaða reglur gilda um endurráðningu og forgang til starfs fyrir þá sem störfuðu hjá atvinnurekendum sem þáðu stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Að endingu verður fjallað stuttlega um svokallaða ráðningarstyrki sem Vinnumálastofnun býður atvinnurekendum upp á og viðbúið er að verði í brennidepli með vorinu.Erindinu verður streymt á Facebook síðu Eflingar og verður upptakan aðgengileg þar áfram. Dropinn fer fram á íslensku með enskum texta.Dropinn er vikulegir fræðslufyrirlestrar fyrir félaga Eflingar og aðra áhugasaman. Viðburðirnir eru hugsað fyrir atvinnuleitendur og aðra sem eiga frí á fimmtudagsmorgnum kl. 10. Vegna ástandsins í samfélaginu verða viðburðirnir aðeins á netinu þar til skrifstofa Eflingar verður opnuð aftur.