Framboð til stjórnar

15. 03, 2021

Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar  hluta stjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2021-2023.Að þessu sinni skal kjósa um varaformann, ritara og 5 aðalmenn í stjórn  til tveggja ára.Tillögur skulu vera um 7 stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt 10. gr. laga félagsins.Lista uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs má nálgast hér.Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12 þriðjudaginn 23. mars.Fylgja skulu meðmæli 120 félagsmanna.Frekari upplýsingar veitir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í gegnum netfangið solveiganna@efling.is.Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags