Select Page

Í næsta Dropa þann 6. maí kl. 10 verður farið yfir breytta samsetningu launafólks/vinnumarkaðarins samfara mikilli fjölgun innflytjenda á Íslandi, en fjöldi innflytjenda hefur sexfaldast á sl. 20 árum. Auk þess að skoða þróunina verða ýmis gagnleg hugtök reifuð; hnattvæðing, fólksflutningar, fjölmenning og samþætting. Fjallað verður um ýmsar þær skuggahliðar sem hinn ört vaxandi ferðaþjónusta hafði í för með sér og verkalýðshreyfingin hefur barist gegn.

Að lokum verður atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi skoðuð, en hún hefur að jafnaði verið afar há og mun hærri en hjá nágrannaþjóðunum sem og hjá innfæddum Íslendingum, í rúm 40% atvinnuleysi eins og staðan er nú. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ mun fara yfir þessi mál. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og textaður á íslensku.

Erindinu verður streymt á Facebook síðu Eflingar og verður upptakan aðgengileg þar áfram.

Dropinn er vikulegir fræðslufyrirlestrar fyrir félaga Eflingar og aðra áhugasaman. Viðburðirnir eru hugsað fyrir atvinnuleitendur og aðra sem eiga frí á fimmtudagsmorgnum kl. 10. Vegna ástandsins í samfélaginu verða viðburðirnir aðeins á netinu þar til skrifstofa Eflingar verður opnuð aftur.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere