Fjölmenning á vinnumarkaði

Í næsta Dropa þann 6. maí kl. 10 verður farið yfir breytta samsetningu launafólks/vinnumarkaðarins samfara mikilli fjölgun innflytjenda á Íslandi, en fjöldi innflytjenda hefur sexfaldast á sl. 20 árum. Auk þess að skoða þróunina verða ýmis gagnleg hugtök reifuð; hnattvæðing, fólksflutningar, fjölmenning og samþætting. Fjallað verður um ýmsar þær skuggahliðar sem hinn ört vaxandi ferðaþjónusta hafði í för með sér og verkalýðshreyfingin hefur barist gegn.Að lokum verður atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi skoðuð, en hún hefur að jafnaði verið afar há og mun hærri en hjá nágrannaþjóðunum sem og hjá innfæddum Íslendingum, í rúm 40% atvinnuleysi eins og staðan er nú. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ mun fara yfir þessi mál. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og textaður á íslensku.Erindinu verður streymt á Facebook síðu Eflingar og verður upptakan aðgengileg þar áfram.Dropinn er vikulegir fræðslufyrirlestrar fyrir félaga Eflingar og aðra áhugasaman. Viðburðirnir eru hugsað fyrir atvinnuleitendur og aðra sem eiga frí á fimmtudagsmorgnum kl. 10. Vegna ástandsins í samfélaginu verða viðburðirnir aðeins á netinu þar til skrifstofa Eflingar verður opnuð aftur.