Allar umsóknir um styrki úr sjúkrasjóði á Mínum síðum

11. 05, 2021

Allar umsóknir um styrki úr sjúkrasjóði Eflingar verða aðgengilegar á Mínum síðum frá og með deginum í dag – 11. maí.Þjónustuvefnum Mínum síðum á heimasíðu Eflingar var hrint af stokkunum með nokkrum rafrænum umsóknarferlum um styrki í sjúkrasjóð Eflingar í mars síðastliðinn.Eflingarfélagar hafa tekið Mínum síðum fagnandi eins og sést best á því að sjúkrasjóði bárust 849 umsóknir í marsmánuði síðastliðnum í samanburði við 545 í sama mánuði í fyrra.Markmið Minna síðna er að bæta aðgengi að þjónustu félagsins, m.a. með rafrænni afgreiðslu erinda, rauntímaupplýsingum um greiðslur iðgjalda og rétt til helstu styrkja.Allt efni hefur frá upphafi verið aðgengilegt bæði á íslensku og ensku, þýðing efnis yfir á pólsku er í vinnslu og mun fljótlega vera tekið í notkun.