Dropinn – Að sigrast á hindrunum – styrktu sjálfa/n þig

18. 05, 2021

Síðasti Dropi vetrarins verður 20. maí kl. 10. Ruth Adjaho mun deila með okkur nokkrum verkfærum sem hafa reynst henni vel við að bera kennsl á hindranir í lífinu og svo sigrast á þeim. Hún mun einnig ræða hvernig hindranir geti reynst okkur lærdómsríkar á leið okkar til aukins þroska. Þegar við erum að alast upp, allt frá unglingsárum til fullorðinsára, myndum við okkur alls kyns hugmyndir um okkur sjálf, sumar þeirra þjóna okkur á meðan aðrar gera það ekki. Að sigrast á hindrunum getur verið þroskandi.Fyrirlesturinn fer fram á ensku og textaður á íslensku.Erindinu verður streymt á Facebook síðu Eflingar og verður upptakan aðgengileg þar áfram. Dropinn er vikulegir fræðslufyrirlestrar fyrir félaga Eflingar og aðra áhugasaman. Viðburðirnir eru hugsað fyrir atvinnuleitendur og aðra sem eiga frí á fimmtudagsmorgnum kl. 10. Vegna ástandsins í samfélaginu verða viðburðirnir aðeins á netinu þar til skrifstofa Eflingar verður opnuð aftur.