Vaktareiknir fyrir laun í styttri vinnuviku

18. 05, 2021

Um mánaðamótin styttist vinnuvikan hjá vaktavinnufólki að störfum hjá hinu opinbera og hjúkrunarheimilum. Við það breytist samsetning launa talsvert, og erfitt getur verið að átta sig á heildaráhrifunum. Efling hefur af því tilefni útbúið reiknivél til að bera saman gamla og nýja vaktarúllu, til að sjá hver áhrifin verða á laun. Í vélina eru slegnar inn vaktir eins og þær voru fyrir 1. maí, og hvernig þær eru núna, og laun prentast þá út mánuð fyrir mánuð næsta árið. Vélin er aðgengileg á app.efling.is/vaktareiknir