Ljósmyndasamkeppni Eflingar

16. 06, 2021

Efling efnir til ljósmyndasamkeppni meðal félagsmanna. Myndirnar eiga að endurspegla frí innanlands og því tilvalið að nota sumarbústaðaferðina til myndatöku.

Félagsmenn verða að vera búnir að skila inn myndum í síðasta lagi 31. ágúst 2021.

Skila þarf inn mynd á netfangið efling@efling.is með stuttri lýsingu um myndefnið og nafni þátttakanda ásamt símanúmeri.

Í vinning er 25.000 kr. og verður myndin birt í miðlum Eflingar.

Dómnefnd mun velja vinningshafa.

Tilkynnt verður um vinningshafa þann 10. september 2021.

Vinningsmynd síðasta árs