Fræðslukvöld Eflingar fara vel af stað

12. 10, 2021

Einstaklega góð stemning var í Félagsheimili Eflingar á fyrsta fræðslukvöldi vetrarins, Okkar á milli, sem fram fór á fimmtudagskvöld. Fjórar félagskonur af erlendum uppruna sögðu sögu sína og ræddu við gesti í óformlegu spjalli um reynsluna af því að setjast að á Íslandi – allt frá því að venjast matarmenningunni, finna sinn stað á vinnumarkaði, til ómöguleikans sem oft mætir innflytjendum í samskiptum við þjónustustofnanir eins og Útlendingastofnun. Virkilega fræðandi og skemmtileg kvöldstund þar sem félagsfólki gafst gott færi til að deila reynslu, kynnast og spjalla.

Fræðuslukvöld Eflingar eru mánaðarlegir viðburðir með fjölbreyttu sniði sem verða á dagskrá fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar í allan vetur.