Heimildarmyndin „Korter yfir sjö“ – spurt og svarað

19. 10, 2021

Spurt og svarað sýning á heimildarmyndinni „Korter yfir sjö“ verður laugardaginn nk 23. október, sal 1 í Bíó Paradís kl 15.00.

Spurt og svarað hefst að lokinni sýningu um kl 16.30, gestir á sýningunni verða Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Sigurður Pétursson sagnfræðingur og Gunnar Smári Egilsson.

Heimildarmyndin „Korter yfir sjö“ segir frá einu harðvítugasta verkfalli sem háð hefur verið á Íslandi og sem hafði víðtæk áhrif á íslenskt samfélag fram eftir 20. öldinni. Myndin rekur atburði í aðdraganda þess, upprisu verkalýðs, og vaxandi og litríku menningar- og mannlífi borgarinnar sem einkenndist af innflutningi á áður óséðum munaði en einnig af braggahverfum og mikili fátækt.