Vetrarleiga eftir áramót–opnað fyrir bókanir 1. nóvember

28. 10, 2021

Seinni hluti vetrartímabilsins er frá 5. jan. – 27. maí 2022. Opnað verður fyrir bókanir orlofshúsa á þessu tímabili (að undanskildum páskum) þann 1. nóvember kl. 8:15.

Athugið að sækja þarf sérstaklega um dvöl yfir páska og verður opnað fyrir umsóknir í febrúar, nánar auglýst í byrjun næsta árs.

Bókunarvefur orlofshúsa er aðgengilegur inn á Mínum síðum og til að bóka beint skal velja laus orlofshús. Ef aðstoðar er þörf hafið samband við skrifstofu í síma 510-7500 eða sendið fyrirspurnir á orlof@efling.is