Allar umsóknir um styrki orðnar rafrænar á Mínum síðum

15. 11, 2021

Nú geta félagsmenn sótt rafrænt um alla styrki sem í boði eru hjá Eflingu inni á Mínum síðum, því umsóknir fyrir gistiafslátt og fræðslustyrk eru nú komnar á rafrænt form.

Þetta er stór áfangi sem stórbætir þjónustu félagsins við félagsmenn. Mínar síður hafa hlotið mjög góðar viðtökur hjá félagsmönnum en um 400 félagar nýta síðurnar að meðaltali á dag.