Skrifstofan opin en hvetjum til rafrænna samskipta

12. 11, 2021

Skrifstofa Eflingar verður opin næstu vikurnar en í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða gæti verið að þjónusta félagsins verði að einhverju leyti skert. Við biðjum félagsmenn að sýna þolinmæði og hvetjum þá eindregið til að nýta sér rafræna þjónustu í stað þess að mæta á skrifstofuna.