Hlekkur á jólabingó Eflingar

Jólabingó Eflingar hefst í kvöld kl.19.00 á Facebook síðu félagsins.

Smellið hér til að sækja bingóspjöld. 

Athugið að innskráning til að ná í bingóspjöldin er á ensku.

Til að ná í spjald þarf að setja inn nafnið sitt í fyrri dálkinn – athugið að ekki má skrifa meira en 19 stafi og því þarf að stytta sum nöfn eins og að sleppa millinöfnum eða son/dóttir í enda nafns – og smella á Join Game. Þá birtist annar gluggi þar sem á að smella á Play Now.

Ef búið er að sækja spjald þá er smellt á neðri dálkinn Rejoin Game – það ætti að birtast sjálfkrafa kóði fyrir spjaldinu sem búið var að ná í.

Góða skemmtun!

Bingóið er fyrir félaga í Eflingu. Vinningar munu einungis verða gefnir út til félaga Eflingar en fjölskyldumeðlimir mega gjarnan aðstoða viðkomandi við leikinn og taka þátt í skemmtuninni. Vinninga þarf að sækja á skrifstofu Eflingar.