Jólabingó Eflingar

Efling býður félögum sínum í jólabingó í beinni útsendingu á facebooksíðu stéttarfélagsins þriðjudaginn 7. des kl. 19:00.

Bingóstjórar eru félagarnir Helgi Jean Claessen og Hjálmar Örn Jóhannesson sem halda úti hlaðvarpinu Hæ Hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars. Þeir leiða þátttakendur í gegnum leikinn á íslensku og ensku af sinni alkunnu röggsemi og hnyttni.

Fyrsti vinningur er ekki af verri endanum, 100.000 kr. peningavinningur. Að auki verður spilað um fjölda peninga- og gjafavinninga.

Eflingarfélagar eru hvattir til að láta bingóið ekki framhjá sér fara. Aðgengið er auðvelt, hlekkur mun birtast á heimasíðu og facebooksíðu Eflingar á þriðjudaginn. Hver þátttakandi má vera með eitt spjald og skráir fullt nafn á spjaldið sitt.

Fylgist með á þriðjudaginn!

Bingóið er fyrir félaga í Eflingu. Vinningar munu einungis verða gefnir út til félaga Eflingar en fjölskyldumeðlimir mega gjarnan aðstoða viðkomandi við leikinn og taka þátt í skemmtuninni. Vinninga þarf að sækja á skrifstofu Eflingar.