Sannkölluð jólastemning á jólabókaupplestri Eflingar

Jólaandinn sveif yfir vötunum á jólabókaupplestrinum í Félagsheimili Eflingar í gærkvöldi þar sem höfundar lásu upp úr þremur nýútkomnum verkum. Auður Jónsdóttir las kafla úr nýjustu skáldsögu sinni Allir fuglar fljúga í ljósið. Eva Rún Snorradóttir las upp úr sinni bók Óskilamunir og ljóðskáldin Natasha Stolyarova, Giti Chandra og Deepa R. Lyengar lásu ljóð úr bókinni Pólífónía af erlendum uppruna, sem er ljóðaúrval eftir fimmtán skáld af erlendum uppruna. Frábærar sögur og ljóð og hugguleg kvöldstund.

Við þökkum félagsfólki kærlega fyrir komuna.